Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 401  —  389. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um áhrif vaxtahækkana á innlendan landbúnað.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra áhyggjur af áhrifum hárra vaxta á efnahagsumhverfi íslensks landbúnaðar og stöðu bænda?
     2.      Hver eru að mati ráðherra áhrif þess á innlendan landbúnað að vextir á Íslandi hafa um langa hríð verið mjög háir og umtalsvert hærri en á evrusvæðinu, en formaður Bændasamtakanna hefur nefnt að vaxtahækkanir hafi aukið kostnað bænda um 5,5 milljarða kr. og að fjármagnskostnaður sé verulega íþyngjandi þáttur fyrir greinina?
     3.      Telur ráðherra að opinber stuðningur stjórnvalda sé samkeppnishæfur við þann stuðning sem bændur í aðildarríkjum Evrópusambandsins njóta nú í kjölfar þess að verð á aðföngum hefur hækkað, sbr. viðbótarstuðningspakka Evrópusambandsins sem samþykktur var í júní sl. til bænda í 22 aðildarríkjum og nemur 330 millj. evra, eða um 48 milljörðum kr.?


Skriflegt svar óskast.